Collection: Smáhundar

Fóðuragnirnar í Taste of the Wild eru almennt smáar og vel viðráðanlegar fyrir litla munna. Fyrir minnstu tegundirnar mælum við sérstaklega með Appalachian Valley með dádýri en þar eru fóðuragnirnar smærri en í öðrum formúlum frá Taste of the Wild.

Pacific Stream með lax og Sierra Mountain með lambi hafa einnig gefist afar vel fyrir smærri hunda.

Allur blautmatur frá Taste of the Wild er svokallað heilfóður sem þýðir að þú gætir fóðrað hundinn einungis á blautmatnum og á sama tíma gulltryggt að hann fái öll þau næringarefni sem hann lífsnauðsynlega þarf á að halda til að viðhalda næringarlegu jafnvægi til lengri tíma. Blautmaturinn er einnig mjög þægilegur í litla munna og því tilvalinn fyrir smærri hundategundir.

Blautmaturinn inniheldur kjöt, grænmeti og ávexti í vísindalega rannsökuðum hlutföllum og færir hundinum þannig prótein, fitu, kolvetni, andoxunarefni, vítamín trefjar, steinefni og allt sem hann þarf. 

11 products