Collection: Hvolpar

Fóðrið í þessum flokki er ætlað hvolpum, hvolpafullum tíkum og tíkum sem nýlega hafa gotið.

Tvær hvolpaformúlur

Við mælum oftast með High Prairie hvolpafóðrinu fyrir vöðvameiri og orkumikla hunda af öllum tegundum. Formúlan inniheldur vísunda- dádýra- og nautakjöt. Pökkuð af alvöru kjöti!

Pacific Stream hvolpafóðrinu mælum við með fyrir hunda af öllum tegundum sem mögulega eru viðkvæmari og þurfa ekki eins hátt prótein- og fituinnihald og er í High Prairie formúlunni. Pacific Stream formúlan er með lax og er ásamt High Prairie vinsælasta formúlan í Taste of the Wild línunni.

Þrjár formúlur sem eru hæfar hundum á öllum aldri að hvolpum meðtöldum

Sierra Mountain með lambi, Southwest Canyon með nautakjöti og villisvíni og Breeder formúlan með kjúkling eru allt formúlur sem eru hæfar hundum á öllum aldri að hvolpum, hvolpafullum tíkum og tíkum sem nýlega hafa gotið meðtöldum.

Þá er þetta bara spurning um hvaða bragð/dýraprótein þið haldið að hundurinn vilji einna helst.

Blautfóður sem er hæft hundum á öllum aldri að hvolpum meðtöldum

Allur blautmatur frá Taste of the Wild er svokallað heilfóður sem þýðir að þú gætir fóðrað hundinn einungis á blautmatnum og á sama tíma gulltryggt að hann fái öll þau næringarefni sem hann lífsnauðsynlega þarf á að halda til að viðhalda næringarlegu jafnvægi til lengri tíma. Blautmaturinn er einnig mjög þægilegur í litla munna og því tilvalinn fyrir hvolpa og smærri hundategundir.

Blautmaturinn inniheldur kjöt, grænmeti og ávexti í vísindalega rannsökuðum hlutföllum og færir hundinum þannig prótein, fitu, kolvetni, andoxunarefni, vítamín trefjar, steinefni og allt sem hann þarf. 

13 products