Taste of the Wild

Taste of the Wild er stærsti framleiðandi á kornalausu (e. Grain Free) gæludýrafóðri í heiminum. Árangur og vinsældir vörumerkisins er engin tilviljun en gott bragð og hágæða hráefni er góð uppskrift af árangri.

Vörurnar innihalda:

 • Fyrsta innihaldsefni úr alvöru hágæða próteini úr dýraríkinu
 • Sjaldgæfa próteingjafa sem valda síður ofnæmisviðbragði
 • Einstakt villt bragð sem dýrin hafa sterka eðlislæga löngun í
 • Kolvetni, trefjar og andoxunarefni úr grænmeti, baunum og ávöxtum
 • Ekkert hveiti og engin hrísgrjón
 • Engar maís-, soja- eða aðrar kornafurðir
 • Engar órekjanlegar kjöt- eða fuglaafurðir (e. meat meal/poultry meal)
 • Engar hliðarafurðir (e. by-product)
 • Engin litar- eða gerviefni
 • Engin viðbætt efni
 • Engin óheilnæm eða óþarfa innihaldsefni

Jafnframt uppfylla allar vörur The Taste of the Wild skilyrði Evrópureglugerðar  767/2009 um „Complete“ næringu. Það þýðir formúlan inniheldur alla þá næringu og orku sem dýrið lífsnauðsynlega þarf daglega, og ekki er þörf á viðbótarnæringu.

Ekki slá af kröfum um góða næringu og gerðu samanburð á verði og gæðum. Ef þú gerir það, þá skilur þú hvers vegna Taste of the Wild er vinsælasta kornalausa gæludýrafóður heims.

Einstakt bragð sem sækir innblástur í villta náttúru

Hvort sem um er að ræða úlfinn, refinn, fjallaljónið eða villiköttinn þá voru forfeður gæludýra okkar gerð til að lifa í náttúrunni. Þótt gæludýr okkar þurfi ekki lengur að lifa af í óbyggðum, sýna nútíma vísindi að þau deila enn erfðamengi með þeim sem það gera. Þetta er ástæðan fyrir Taste of the Wild: hágæða gæludýramat sem byggir á villtum próteingjöfum og öllu því besta sem villt náttúra hefur uppá að bjóða. Formúlur Taste of the Wild stuðla að heilbrigði gæludýra og uppfylla lífeðlisfræðilegar þarfir þeirra með fæðu sem innblásin er af náttúrunni. Bragðið af Taste of the Wild er ólíkt öllu öðru sem stendur til boða og við erum viss um að gæludýrið þitt muni elska það. 

Fyrsta innahaldsefni úr alvöru hágæða próteini

Villtum próteingjöfum er blandað saman við grænmeti, ávexti og baunir til að skapa bragð sem einungis finnst í Taste of the Wild. Áhersla er lögð á að fyrsta innihaldsefni sé alvöru kjöt, fugl eða fiskur og einungis hágæða prótein. Það er því ekki bara bragðið sem er gott - hvert einasta innihaldsefni er vandlega valið með það í huga til að tryggja næringarlegt jafnvægi og bestu næringu sem völ er á.

Auðmeltanleg prótein frá sjálfbærum og mannúðlegum birgjum

Dýraprótein kemur úr dýrum sem eru laus við búr, alin upp í haga, vorfóðruð, villt eða upprunnin á sjálfbæran hátt. Auðmeltanleg prótein í einstökum bragðsamsetningum bjóða upp á amínósýru- og fitusýrumynstur sem styðja við vöðva, líffærastarfsemi, ónæmiskerfið, heilbrigða húð og glansandi feld.

Engin gervi- eða viðbætt efni og hvorki hveiti né hrísgrjón

Allar formúlur Taste of the Wild eru kornalausar (e. Grain Free) og innihalda hvorki hveiti né hrísgrjón. Jafnframt innihalda formúlurnar engin gerviefni, viðbætt efni eða önnur óheilnæm eða óþarfa innihaldsefni. Kolvetni, trefjar og andoxunarefni koma úr grænmeti, baunum og ávöxtum. Allar formúlurnar tryggja einnig að dýrin fái þau vítamín og steinefni sem þau þurfa. Taste of the Wild formúlurnar innihalda einungis hágæða hráefni sem stuðla að langtíma heilbrigði gæludýra, því getur þú treyst.

 Gæði og öryggi í fyrirrúmi

Taste of the Wild er fjölskyldufyrirtæki stofnað af fjölskyldu sem trúir að öll gæludýr eigi rétt á heilbrigðri næringu. Fjölskyldan framleiðir ekki neitt sem hún myndi ekki gefa eigin gæludýrum. Það er staðallinn sem allar Taste of the Wild vörur þurfa að mæta, án allra undantekninga. Þú gerir miklar kröfur um matinn sem gæludýrið þitt borðar, Taste of the Wild hefur sömuleiðis mjög háar kröfur um hvernig maturinn er framleiddur. Hver formúla er hönnuð af dýralæknum og næringarfræðingum til að uppfylla sérstakar næringarþarfir hunda og katta. Hver vara er prófuð fyrir gæðum og öryggi svo að tryggt sé gæludýrið þitt fái alltaf bestu næringu sem völ er á.

Taste of the Wild á samfélagsmiðlum:

Frekari upplýsingar - Taste of the Wild

Kynntu þér vörumerkið og vöruúrvalið í heild sinni hér:

Heimasíða