Ferplast

Ferplast er ítalskt fjölskyldufyrirtæki, stofnað árið 1966 og hefur því mikla reynslu og þekkingu þegar kemur að gæludýrum og þeirra þörfum. Félagið fylgir framleiðsluferlinu eftir allt frá hugmynd að fullbúinni vöru og fjárfestir mikið í hönnun og þróun til að bjóða sífellt upp á bestu mögulegu vörur fyrir gæludýraeigendur um allan heim. Vörurnar frá Ferplast eru þekktar fyrir að vera einstaklega slitsterkar og endingargóðar.

Ferplast býður upp á mikið vöruúrval fyrir allskonar gæludýr. Við getum útvegað þér allar þær vörur sem Ferplast býður upp á. Þó að þú sjáir ekki allar vörurnar frá þeim á síðunni hjá okkur er lítið mál að sérpanta og vörurnar sem þú vilt koma þá með næstu sendingu.

Sendið okkur tölvupóst á dyravinir@dyravinir.is eða hringið í síma 778-3076 fyrir sérpantanir.

Ferplast á samfélagsmiðlum:

Frekari upplýsingar - Ferplast

Kynntu þér vörumerkið og vöruúrvalið í heild sinni hér:

Heimasíða