Skilmálar

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur

Viðskiptavinur getur hætt við kaup og skilað innan 14 daga frá afhendingu að því tilskildu að varan sé ónotuð, í góðu lagi og í óuppteknum upprunalegum umbúðum.

Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Að þessum skilyrðum uppfylltum er endurgreiðsla framkvæmd að fullu eftir að varan er móttekin. Flutningskostnaður fæst því miður ekki endurgreiddur.

Trúnaður

Dýravinir heita viðskiptavinum sínum fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem gefnar eru upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Verð og verðbreytingar

Almennt er verðskrá endurskoðuð með hliðsjón af verðbreytingum frá birgjum og breytingum á gengi krónu 2x á ári. Verð getur breyst án fyrirvara.

Skattar og gjöld

Verð í netverslun eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.