
Wildes Land
Verslaðu WILDES LAND Vörur Núna

Bara það allra mikilvægasta

Extra mikið af fersku kjöti
Algengar spurningar

Hvað gerir Wildes Land sérstakt?
Wildes Land er byggt á einfaldri hugmynd: hrein, náttúruleg næring sem þú getur treyst. Engin gerviefni, engin óskilgreind hráefni – bara alvöru kjöt, jurtir og olíur sem styðja við vellíðan.
Hvers vegna skiptir máli að snakkið sé úr alvöru kjöti?
Því það sem þú gefur sem aukabita eða verðlaun fer í sama líkama og daglega fóðrið. Wildes Land byggist á alvöru kjöti og hreinum, náttúrulegum hráefnum sem eru bragðgóð, meltanleg og næringarrík.
Hvers vegna ætti ég að forðast snakk með óskilgreindum innihaldsefnum?
Því þú átt rétt á að vita nákvæmlega hvað þú ert að gefa. Við birtum alla innihaldslýsingu á öllum okkar Wildes Land vörum með stolti – engin ískilgreind „dýraafurð“, ekkert óskilgreint „kjötmjöl“, og alls engin dularfull og óskiljanleg innihaldsefni.
Hvað er 2f1 línan og hvað gerir hana sérstaka?
2f1 er snjöll samsetning af verðlaunum og "virkri" viðbótarnæringu. Þú gefur dýrinu þínu eitthvað sem það elskar – og færð í leiðinni stuðning við meltingu, liðheilsu, húð eða ónæmiskerfi. Stuðning sem virkar í alvöru. Allar 2f1 vörurnar hafa verið sannreyndar og prófaðar og færa þér og dýrinu þínu sýnilegan árangur eftir u.þ.b. 8 vikna notkun.
Er þetta bara snakk – eða raunveruleg næring?
Bæði. Wildes Land snakk og 2f1 línan eru næringarrík viðbót sem innihalda vítamín, steinefni og náttúruleg innihaldsefni sem styðja við heilsu og virkni.
Inniheldur Wildes Land gerviefni eða viðbættan sykur?
Aldrei. Engin rotvarnarefni, litarefni, bragðefni né sykur. Bara hrein, náttúruleg næring sem þú getur treyst – og dýrið þitt elskar.