Taste of the Wild

Taste of the Wild er stærsti framleiðandi á kornalausu (e. Grain Free) gæludýrafóðri í heiminum. Árangur og vinsældir vörumerkisins er engin tilviljun en gott bragð og hágæða hráefni er góð uppskrift af árangri. Vörumerkið er bandarískt og vörurnar eru framleiddar þar við ströngustu gæðaskilyrði.

Við bjóðum upp á vörur frá Taste of the Wild í Heildsölu og einnig í magnpöntun.

Smelltu hér fyrir Heildsölu.

Smelltu hér fyrir Magnpöntun.

Frekari upplýsingar og vöruúrval

Hurrta

Hurtta er finnskt fyrirtæki sem framleiðir hágæða, veðurþéttan hundafatnað og búnað svo að hundar og hundaeigendur geti notið útiverunnar saman á öllum árstíðum. Vörumerkið hefur vaxið gríðarlega hratt og er nú eitt það stærsta í heimi á sínu sviði. Hurtta leggur mikla áherslu á sjálfbæra framleiðslu, pökkun og framleiðsluferla sem eru betri fyrir plánetuna. Hurtta lifir fyrir hunda vegna þess að þeir lifa fyrir okkur.

Við getum útvegað þér allar þær vörur sem Hurrta býður upp á. Þó að þú sjáir ekki allar vörurnar frá þeim á síðunni hjá okkur er lítið mál að sérpanta og vörurnar sem þú vilt koma þá með næstu sendingu. Sendu okkur línu á dyravinir@dyravinir.is og segðu okkur hvaða vöru/vörur þig langar í og við græjum þetta fyrir þig!

Frekari upplýsingar og vöruúrval

Ferplast

Ferplast er ítalskt fjölskyldufyrirtæki, stofnað árið 1966 og hefur því mikla reynslu og þekkingu þegar kemur að gæludýrum og þeirra þörfum. Félagið fylgir framleiðsluferlinu eftir allt frá hugmynd að fullbúinni vöru og fjárfestir mikið í hönnun og þróun til að bjóða sífellt upp á bestu mögulegu vörur fyrir gæludýraeigendur um allan heim. Vörurnar frá Ferplast eru þekktar fyrir að vera einstaklega slitsterkar og endingargóðar.

Ferplast býður upp á mikið vöruúrval fyrir allskonar gæludýr. Við getum útvegað þér allar þær vörur sem Ferplast býður upp á. Þó að þú sjáir ekki allar vörurnar frá þeim á síðunni hjá okkur er lítið mál að sérpanta og vörurnar sem þú vilt koma þá með næstu sendingu. Sendu okkur línu á dyravinir@dyravinir.is eða hringdu í síma 778-3076 og segðu okkur hvaða vöru/vörur þig langar í og við græjum þetta fyrir þig!

Frekari upplýsingar og vöruúrval