Superior hundabúr
Superior hundabúr
Stærðir og mál
Stærðir og mál
Mælt er með að keypt sé búr miðað við stærð hundsins þegar hann er fullvaxinn.
Superior 60
- Hæfilegt fyrir smáa hunda, fullorðinsstærð upp að 6 kg
- Mál: Lengd 62 cm x Breidd 47 cm x Hæð 50 cm
Superior 90
- Hæfilegt fyrir miðlungs hunda, fullorðinsstærð upp að 20 kg
- Mál: Lengd 92 cm x Breidd 59 cm x Hæð 63vcm
Superior 120
- hæfilegt fyrir stóra hunda, fullorðinsstærð upp að 50 kg
- Mál: Lengd 118 cm x Breidd 77 cm x Hæð 83 cm
Hægt er að nota skilrúm á meðan hundurinn er lítill og þar til hann nær fullum vexti til að aðlaga stærð búrs að stærð hundsins á meðan hann vex úr grasi.
Superior búrið er sérstaklega hannað með stillanlegu skilrúmi svo að unnt sé að aðlaga það að vexti hundsins, allt frá hvolpi til fullvaxta. Búrið er sterkt og stöðugt, úr járnneti með plastramma og grunni. Búrið er mjög opnanlegt, tvær opnanir á minnsta búrinu og þrjár á þeim stærri. Öll búrin búa yfir möguleika á að fjarlægja þakið svo að auðvelt sé að nálgast hundinn til að klappa honum og veita honum hlýju. Plastgrunnurinn er útbúinn sérstakri dreneringu til að tryggja að hann sé alltaf þurr og er hannaður með sérstöku "anti-slip" yfirborði til að auka stöðugleika og þægindi.
Botninn er auðvelt að taka úr við þrif. Búrið er afar einfalt að setja upp og taka niður og þarfnast engra verkfæra. Búrið er samanbrjótanlegt og er tæknin á bakvið það lögvernduð. Mjög auðvelt er því að fella búrið saman fyrir geymslu eða tilfærslu og tekur það lítið pláss samanbrotið. Búrið er umhverfisvænt, úr endurunnu plasti og járni.
Helstu eiginleikar:
- Eitt fjölhæfasta og besta hundabúr á markaðnum í dag
- Hægt að aðlaga að vexti hundsins með skilrúmi
- Slitsterkt, stöðugt og endingargott
- Mikil loftræsting og góður sýnileiki inn og út
- Mjög opnanlegt og aðgengilegt með möguleika á að fjarlægja þakið
- Hurðar styrktar og með tvöfaldri öryggislæsingu
- Plastgrunnur með sérstakri dren-hönnun og "anti-slip" yfirborði
- Auðvelt að setja upp og taka niður án allra verkfæra
- Samanbrjótanlegt með lögverndaðri tækni
- Kemur með litlum hjólabúnaði til að auðvelda stuttar tilfærslur
- Umhverfisvæn framleiðsla - úr endurunnu plasti og járni
Aukahlutir:
- Ábreiða sem passar fullkomlega á búrið og gefur hundinum ró og næði heima eða á ferðalögum
- Hjól sem hægt er að smella undir fyrir lengri og tíðari tilfærslur
- Tender bælið smellpassar inn í búrið og gerir það mýkra og hlýlegra