Superior búrið er sérstaklega hannað með stillanlegu skilrúmi svo að unnt sé að aðlaga það að vexti hundsins, allt frá hvolpi til fullvaxta. Búrið er sterkt og stöðugt, úr járnneti með plastramma og grunni. Búrið er mjög opnanlegt, tvær opnanir á minnsta búrinu og þrjár á þeim stærri. Öll búrin búa yfir möguleika á að fjarlægja þakið svo að auðvelt sé að nálgast hundinn til að klappa honum og veita honum hlýju. Plastgrunnurinn er útbúinn sérstakri dreneringu til að tryggja að hann sé alltaf þurr og er hannaður með sérstöku "anti-slip" yfirborði til að auka stöðugleika og þægindi.
Botninn er auðvelt að taka úr við þrif. Búrið er afar einfalt að setja upp og taka niður og þarfnast engra verkfæra. Búrið er samanbrjótanlegt og er tæknin á bakvið það lögvernduð. Mjög auðvelt er því að fella búrið saman fyrir geymslu eða tilfærslu og tekur það lítið pláss samanbrotið. Búrið er umhverfisvænt, úr endurunnu plasti og járni.