Skip to product information
1 of 7

Taste of the Wild

Rocky Mountain kattafóður - Dádýr og lax 2kg

Rocky Mountain kattafóður - Dádýr og lax 2kg

Regular price 4.695 kr.
Regular price Sale price 4.695 kr.
Sale Sold out
Rendering loop-subscriptions

Til á lager

Rendering loop-subscriptions

Kynntu þér helstu staðreyndir um fóðrið

Alvöru dýraprótein: Dádýr og lax

Prótein hlutfall: 42%

Aðal kolvetnagjafi: Baunir og sætar kartöflur

Stærð tegundar: Allar tegundir

Lífsskeið: Allur aldur

Verð per kg: 2348 kr. m/vsk

Hvernig er best að skipta yfir í Taste of the Wild?

Almennt er mælt með að skipta hægt um hunda- eða kattafóður til að setja ekki maga og meltingakerfi dýranna í uppnám. Taste of the Wild mælir með að gera það yfir 7-10 daga.

Hér er tillaga að 7 daga plani til að skipta yfir í Taste of the Wild hunda eða kattafóður:

 • Dagur 1 – 10% Taste of the Wild / 90% gamla fóðrið
 • Dagur 2 – 20% Taste of the Wild / 80% gamla fóðrið
 • Dagur 3 – 30% Taste of the Wild / 70% gamla fóðrið
 • Dagur 4 – 40% Taste of the Wild / 60% gamla fóðrið
 • Dagur 5 – 60% Taste of the Wild / 40% gamla fóðrið
 • Dagur 6 – 80% Taste of the Wild / 20% gamla fóðrið
 • Dagur 7 – 100% Taste of the Wild

Ef gæludýrið er með sögu af meltingavandamálum er mælt með að skipta enn hægar yfir í nýtt fóður.

Fóður í áskrift - Bestu kjörin og frí heimsending!

Af hverju að vera í áskrift?

 • Bestu kjörin og besta þjónustan!
 • 10% afsláttur eða bestu fáanlegu kjör
 • Frí heimsending upp að dyrum
 • Ekkert bras við að versla fóður
 • Ekkert bras við að bera fóður á milli staða
 • Engar áhyggjur af því að fóðrið klárist
 • Alltaf hægt að gera breytingar á áskrift
 • Hægt að hætta hvenær sem er í áskrift - Engin skuldbinding

Smelltu hér til að skrá þig!

Rocky Mountain kattafóður frá Taste of the Wild inniheldur 42% prótein. Uppskriftin er stútfull af næringarríkri orku fyrir ketti á öllum aldri og er hugsuð bæði fyrir kettlinga og fullorðna ketti. 

Blanda af ristuðu dádýrakjöti og reyktum laxi gefur þetta ómótstæðilega villta bragð sem kettir geta ekki staðist og næringarefni sem stuðla að langtíma heilsu og vellíðan kattarins. Lax veitir framúrskarandi uppsprettu af omega-3 fitusýrum, sem eru þekktar fyrir að draga úr bólgumyndun og geta hjálpað til við að halda húð og feld katta heilbrigðum. Dádýrakjötið er pakkað af próteinum og vítamínum sem stuðla að almennu heilbrigði katta.

Formúlan viðheldur næringarlegu jafnvægi og tryggir að kötturinn þinn fái alla þá næringu sem hann þarf.

Kettir eru kjötætur og þurfa næringarefni úr dýraprótíni í meira mæli en hundar. Prótein samanstendur af byggingareiningum sem kallast amínósýrur. Kettir geta ekki myndað allar amínósýrur sem þeir þurfa og verða að fá þær úr mataræði sínu. Þeir hafa einnig sérstaka þörf fyrir tárín, amínósýru sem finnst í kjöti, sem er mikilvægt fyrir heilbrigt hjarta, sjón og æxlun. Án nægjanlegs próteins og tárín, geta kettir þróað með sér alvarleg heilsufarsvandamál. Tárín er í öllum hunda- og kattaformúlum Taste of the Wild.

Taste of the Wild er stærsti framleiðandi af kornalausu (e. Grain Free) gæludýrafóðri í heiminum.

Þessi formúla inniheldur:

 • Einstaka blöndu af villtu dádýri og laxi
 • Hátt prótein hlutfall eða 42% 
 • Ekkert hveiti og engin hrísgrjón
 • Engar maís-, soja- eða aðrar kornafurðir
 • Engin litar- eða gerviefni
 • Engin viðbætt efni
 • Engin óheilnæm eða óþarfa innihaldsefni

Innihaldsefni

Kjúklingamjöl, baunir, sætar kartöflur, kjúklingafita, baunaprótein, kartöfluprótein, ristað dádýr (4%), reyktur lax (4%), sjávarfiskimjöl, kalíum, steinefni, þurrkaðar síkóríurætur, tómatar, bláber, hindber, Yucca schidigera safi.

Næringargildi

Protein 42.0%
Fat Content 18.0%
Crude Fibres 3.0%
Crude Ash 8.3%
Moisture 10.0%
Omega-6 Fatty Acids 2.8%
Omega-3 Fatty Acids 0.3%

Vítamín og amínósýrur

Vitamin A 10,000 IU/kg
Vitamin D3 750 IU/kg
Vitamin E 150 IU/kg
Taurine 1,000 mg/kg

View full details