Pacific Stream hundafóðrið inniheldur alvöru hágæða lax. Formúlan er sérstaklega rík af omega-3 fitusýrum, sem eru þekktar fyrir að draga úr bólgumyndun og geta hjálpað til við að halda húð og feld gæludýrsins heilbrigðum. Þetta fóður hefur reynst sérstaklega vel fyrir gæludýr með mataróþol, viðkvæman maga eða ofnæmi þar sem allt dýraprótein kemur frá fisk og fóðrið er einnig eggjalaust.
Fóðrið í hnotskurn:
- Fyrsta innihaldsefni er alvöru hágæða lax 🐟
- Allt dýraprótein frá fisk og eggjalaus formúla 🐟
- Hefur reynst hundum með óþol, viðkvæman maga eða ofnæmi vel 💯
- 25% prótein og 15% fita fyrir heilbrigða og jafna orku ⚡️
- Fyrsta kolvetni í innihaldslýsingu er sætar kartöflur 🥔
Taste of the Wild leggur sérstaka áherslu á rekjanleika, uppruna, heilnæmi og næringargildi hráefna. Hvert einasta innihaldsefni hefur skýran tilgang og er handvalið af dýralæknum, næringar- og matvælafræðingum 💯
Fóðrið frá Taste of the Wild inniheldur:
❌ Ekkert hveiti
❌ Engar korn- maís- eða sojaafurðir.
❌ Engar órekjanlegar kjöt- eða fuglaafurðir
❌ Engin viðbætt, óheilnæm eða óþarfa innihaldsefni.
Taste of the Wild er vinsælasti framleiðandi af hveiti - og kornlausu hundafóðri í heiminum.