Lowland Creek kattafóður frá Taste of the Wild inniheldur auðmeltanleg prótein frá hágæða andakjöti og inniheldur næringarefni og andoxunarefni sem stuðla að heilbrigðu hjarta, góðri sjón og almennri vellíðan katta á öllum aldri.
Fóðrið svalar þörfum katta fyrir villt fuglakjöt og er hugsað bæði fyrir kettlinga og fullorðna ketti.
Andakjöt er ríkt af próteinum, omega 3 fitusýrum, vítamínum og sinki og seleníum. Þessi næringarefni stuðla að heilbrigðri og jafnri orku, heilbrigðum feld og húð og styrkja ónæmiskerfið. Önd er jafnframt sjaldgæfur próteingjafi sem getur gagnast köttum með ofnæmi eða óþol.
Kettir eru kjötætur og þurfa næringarefni úr dýraprótíni í meira mæli en hundar. Prótein samanstendur af byggingareiningum sem kallast amínósýrur. Kettir geta ekki myndað allar amínósýrur sem þeir þurfa og verða að fá þær úr mataræði sínu. Þeir hafa einnig sérstaka þörf fyrir tárín, amínósýru sem finnst í kjöti, sem er mikilvægt fyrir heilbrigt hjarta, sjón og æxlun. Tárín er í öllum hunda- og kattaformúlum Taste of the Wild.
Taste of the Wild er stærsti framleiðandi af hveiti - og kornalausu hundafóðri í heiminum.
Þessi formúla inniheldur:
- Fyrsta innihaldsefni úr hágæða andakjöti
- Ekkert hveiti og engin hrísgrjón
- Engar maís-, soja- eða aðrar kornafurðir
- Engin litar- eða gerviefni
- Engin viðbætt efni
- Engin óheilnæm eða óþarfa innihaldsefni